Enski boltinn

Heskey meiddur

Nordic Photos / Getty Images

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur þurft að draga sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Sviss í næstu viku eftir að hafa verið borinn meiddur af velli í sigri liðsins á West Ham í dag.

Heskey var einn fimm framherja í hóp Fabio Capello á fimmtudaginn en hann meiddist nú enn og aftur og missir af öðru tækifæri með landsliðinu.

"Ég hugsa að þetta sé taugaskaði eða eitthvað slíkt eftir að hann var svona lengi frá vegna meiðsla á sínum tíma. Hann er alltaf að verða fyrir einhverjum smámeiðslum síðan," sagði Steve Bruce, stjóri Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×