Enski boltinn

Heiðar og Grétar fá fína dóma

Nordic Photos / Getty Images

Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson áttu góðan dag í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar lið þeirra Bolton lagði Reading á útivelli 2-0. Þeir fá fína dóma í Manchester Evening News.

Netsíða blaðsins gefur þeim þannig báðum 7 í einkunn, en það var nýi maðurinn Cahill sem var útnefndur maður leiksins með 8 og var sem klettur í vörn Bolton.

Grétar Rafn fær 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá Sky og Heiðar einum betur eða 8. Ívar Ingimarsson var nokkuð frá sínu besta og fékk 6 í einkunn hjá Sky. 

Grétar Rafn hefur enn ekki tapað leik í Bolton-treyjunni og í dag hjálpaði hann liðinu við að halda hreinu þriðja leikinn í röð. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Bolton í fyrsta skipti síðan í ágúst og skoraði sitt annað mark fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×