Enski boltinn

Ferguson ósáttur við dómgæsluna

Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson var mjög ósáttur við dómgæsluna í dag þegar hans menn sluppu með 1-1 jafntefli frá White Hart Lane gegn Tottenham. Hann hrósaði liði heimamanna.

"Við fengum sjö gul spjöld í leiknum og ég er ósáttur við dómarann. Ronaldo var sparkaður niður en Jenas fékk ekki spjald. Rooney er bókaður fyrir leikaraskap en Tom Huddlestone ekki Þetta var óreiða," sagði Ferguson, en hrósaði liði Tottenham sem hefur verið að rétta úr kútnum.

"Ég verð að segja að Tottenham spilaði mjög vel i leiknum og eiga hrós skilið. Þeir eru sannarlega á uppleið og Juande Ramos hefur gert magnaða hluti með þetta lið," sagði Ferguson.

Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var að vonum vonsvikinn með að tapa tveimur stigum á síðustu spyrnu leiksins - sem menn eru reyndar ekki sammála um hvort eigi að skrifast á Carlos Tevez eða sem sjálfsmark á Michael Dawson varnarmann.

"Við erum vonsviknir að fá svona mark á okkur en við vissum að við yrðum að skora annað markið til að tryggja stigin þrjú. Ef annað markið kemur ekki verða menn að vera með fulla einbeitingu í vörninni í 90 mínútur og okkur var refsað fyrir það. Við hinsvegar erum alltaf að læra og sjálfstraustið er að aukast - við erum hægt og bítandi að verða gott knattspyrnulið," sagði Poyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×