Klífur tinda til styrktar krabbameinsrannsóknum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 4. júní 2008 12:36 Vignir Helgason. MYND/Björgvin Hilmarsson Vignir Helgason, doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi, hyggst þreyta hina nafntoguðu þriggjatindaáskorun, eða three peaks challenge, sem gengur út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Tilgangurinn með þrekvirkinu er ekki eingöngu holl útivera og hreyfing heldur hyggst Vignir klífa tindana til styrktar Paul O'Gorman-rannsóknarstöðinni þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði sem hann stundar ásamt öðrum. „Eins og er þá erum við 17 manna hópur sem ætlum í gönguna," segir Vignir. „Mikið af þeim fjármunum sem renna til Paul O´Gorman kemur með góðgerðastarfsemi og fjáröflunum. Í þessu tilviki er það strákur að nafni Matt Sinclair sem er drifkrafturinn að söfnuninni. Matt greindist með CML, sem er ein tegund hvítblæðis, árið 2005, þá 27 ára gamall. Síðan þá hefur hann verið mjög duglegur að safna peningum sem hann lætur renna til Paul O´Gorman-stofnunarinnar og eru notaðir í rannsóknir á þessari tegund hvítblæðis," útskýrir Vignir enn fremur. Strembinn sólarhringur Fjallstindarnir sem um ræðir eru Scafell í Englandi (978 m), Ben Nevis í Skotlandi (1.344 m) og hið velska Snowdon (1.085 m). Hópur Vignis hyggst leggja upp frá Glasgow 21. júní kl. 9 árdegis. „Við byrjum á að ganga upp á Ben Nevis um kl. 12:00 og ferðumst með tveimur mini-busum á milli fjalla. Það ætti að taka 5 - 6 tíma. Svo keyrum við til Englands og löbbum á Scafell um kl. 22:00 og ættum að ljúka við það um 3 um nóttina. Keyrum þaðan til Wales og ljúkum við Snowdon, vonandi fyrir 12:00," segir Vignir. Meðal þeirra sem ganga með Vigni eru yfirmaður Paul O'Gorman-stofnunarinnar, prófessor Tessa Holyoke, og hvítblæðissjúklingurinn Matt Sinclair. „Síðan ég kom hingað til Skotlands hef ég farið í allmargar fjallgöngur um skosku hálöndin. Grunnþolið er ágætt og því vona ég að ég þurfi ekki að æfa sérstaklega fyrir þessa göngu. Ég held að þetta verði mjög þreytandi en með keppnisskapi og þrjósku ætti þetta nú að hafast. Aðalatriðið er að sleppa við álagsmeiðsli, blöðrur og fleira sem myndi gera gönguna mun sársaukafyllri," segir Vignir að lokum. Vísir tekur púlsinn á göngugörpunum þegar nær dregur en lesa má meira um söfnunina og tindana þrjá á heimasíðu Vignis, www.justgiving.com/gvignir. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Vignir Helgason, doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi, hyggst þreyta hina nafntoguðu þriggjatindaáskorun, eða three peaks challenge, sem gengur út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Tilgangurinn með þrekvirkinu er ekki eingöngu holl útivera og hreyfing heldur hyggst Vignir klífa tindana til styrktar Paul O'Gorman-rannsóknarstöðinni þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði sem hann stundar ásamt öðrum. „Eins og er þá erum við 17 manna hópur sem ætlum í gönguna," segir Vignir. „Mikið af þeim fjármunum sem renna til Paul O´Gorman kemur með góðgerðastarfsemi og fjáröflunum. Í þessu tilviki er það strákur að nafni Matt Sinclair sem er drifkrafturinn að söfnuninni. Matt greindist með CML, sem er ein tegund hvítblæðis, árið 2005, þá 27 ára gamall. Síðan þá hefur hann verið mjög duglegur að safna peningum sem hann lætur renna til Paul O´Gorman-stofnunarinnar og eru notaðir í rannsóknir á þessari tegund hvítblæðis," útskýrir Vignir enn fremur. Strembinn sólarhringur Fjallstindarnir sem um ræðir eru Scafell í Englandi (978 m), Ben Nevis í Skotlandi (1.344 m) og hið velska Snowdon (1.085 m). Hópur Vignis hyggst leggja upp frá Glasgow 21. júní kl. 9 árdegis. „Við byrjum á að ganga upp á Ben Nevis um kl. 12:00 og ferðumst með tveimur mini-busum á milli fjalla. Það ætti að taka 5 - 6 tíma. Svo keyrum við til Englands og löbbum á Scafell um kl. 22:00 og ættum að ljúka við það um 3 um nóttina. Keyrum þaðan til Wales og ljúkum við Snowdon, vonandi fyrir 12:00," segir Vignir. Meðal þeirra sem ganga með Vigni eru yfirmaður Paul O'Gorman-stofnunarinnar, prófessor Tessa Holyoke, og hvítblæðissjúklingurinn Matt Sinclair. „Síðan ég kom hingað til Skotlands hef ég farið í allmargar fjallgöngur um skosku hálöndin. Grunnþolið er ágætt og því vona ég að ég þurfi ekki að æfa sérstaklega fyrir þessa göngu. Ég held að þetta verði mjög þreytandi en með keppnisskapi og þrjósku ætti þetta nú að hafast. Aðalatriðið er að sleppa við álagsmeiðsli, blöðrur og fleira sem myndi gera gönguna mun sársaukafyllri," segir Vignir að lokum. Vísir tekur púlsinn á göngugörpunum þegar nær dregur en lesa má meira um söfnunina og tindana þrjá á heimasíðu Vignis, www.justgiving.com/gvignir.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira