Enski boltinn

Ince veitt undanþága

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Ince.
Paul Ince.

Samtök knattspyrnustjóra á Englandi hafa veitt Paul Ince undanþágu svo hann geti tekið við Blackburn. Ince er ekki með UEFA-Pro réttindi eins og krafist er í ensku úrvalsdeildinni.

Ince er 40 ára og mun hann fá tveggja ára undanþágu til að öðlast þessi réttindi. Ince verður kynntur sem nýr stjóri Blackburn á blaðamannafundi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×