Enski boltinn

Pearce ráðinn í starfslið Capello

Stuart Pearce verður Capello til aðstoðar hjá enska landsliðinu
Stuart Pearce verður Capello til aðstoðar hjá enska landsliðinu Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Stuart Pearce í þjálfarateymi Fabio Capello hjá enska landsliðinu. Pearce mun ekki láta af störfum sem þjálfari 21 árs liðsins.

"Ég hef sagt það frá byrjun að ég vildi fá Englending í þjálfarateymið mitt og eftir langar viðræður er ég mjög ánægður með að Pearce skuli ætla að taka slaginn með okkur. Þetta er mikilvæg ráðning, því Stuart skilur mikla reynslu og þekkir enska boltann í húð og hár. Ég hef líka trú á því að samstarf okkar komi U-21 árs liðinu til góða," sagði Fabio Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×