Enski boltinn

Wise verður undir minni stjórn

Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan segir að nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle verði undir sinni stjórn. Dennis Wise hefur verið ráðinn sem fulltrúi knattspyrnusjónarmiða í stjórn Newcastle, en Keegan hefur minnt á að það sé hann sem ráði ferðinni.

"Ég styð breytingar stjórnarinnar. Hún vill mann í stjórnina sem hefur vit á fótbolta og það hefur Wise svo sannarlega. Þetta mun virka mjög vel og Dennis mun upplýsa mig um stöðu mála hjá stjórninni - þannig verður það," sagði Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×