Erlent

Múslimar nú fjölmennari en kaþólikkar í heiminum

Samkvæmt árbók Vatikansins fyrir 2008 sem var að koma út eru múslimar nú orðnir fjölmennari en kaþólikkar í heiminum. Samkvæmt bókinni eru 19,2% jarðarbúa múslimar á móti 17,4% kaþólikka.

Í fyrsta sinn í sögunni eru kaþólskan ekki útbreiddasta einstaka trú heimsins. Ef allir kristnir menn eru flokkaðir saman eru það útbreiddustu trúarbrögðin með um 33% jarðarbúa sem áhangendur.

Í frétt frá fréttasofunni Reuters um málið segir að fjöldi kaþólskra í heiminum hafi haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár en hinsvegar hafi múslimum fjölgað ört vegna hærri fæðingartíðni meðal þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×