Innlent

Lithái í endurkomubanni breytti nafninu og sneri aftur

Kaukanaukas og félagi hans reyndu að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til landsins árið 2005.
Kaukanaukas og félagi hans reyndu að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til landsins árið 2005.

Litháinn sem handtekinn var á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær hafði breytt nafni sínu og þannig slapp hann inn í landið þrátt fyrir endurkomubann. Hann heitir, eða hét, Emanuelis Kaukanaukas og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni með Norrænu árið 2005.

Eftir að hafa afplánað hluta dómsins var hann sendur úr landi og dæmdur í endurkomubann sem bannar honum að snúa aftur.

Samkvæmt heimildum hjá Ríkislögreglustjóra geta viðurlög við því að brjóta endurkomubann numið allt að sex mánaða fangelsi. Auk þess má gera ráð fyrir því að hann þurfi að sitja af sér þá nokkur hundruð daga sem hann átti eftir að afplána af gamla dóminum frá 2005.

Lögrega segist ekki vita hve lengi maðurinn hefur verið hér á landi en sagði ólíklegt að hann hefði getað leynst hér um lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×