Erlent

Íslamistar fordæma evrópska "hryðjuverkamenn"

Munawar Hassan
Munawar Hassan

Nokkur þúsund pakistanskir íslamistar komu saman í dag og mótmæltu endurbirtingum danskra dagblaða á skopteikningum Kurts Westergard af Múhameð spámanni sem og útkomu hollensku stuttmyndarinnar Fitna.

Reuters segir að um 5000 manns úr hinum róttæka Jamaat-e-Islami stjórnmálaflokki hafa gengið um götur og hrópa slagorð á borð við "Niður með Danmörku, niður með Holland". Nokkrir brenndu danska og hollenska fána.

Leiðtogi Jamaat-e-Islami, Munawar Hassan, sagði áheyrendum að ríkistjórn Pakistan ætti að endurskoða diplómatísk samskipti sín við Evrópusambandið.

Hann fordæmdi þá sem sífellt reyni að ögra múslimum og sagði þá hryðjuverkamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×