Sport

Lærisveinn Vésteins Ólympíumeistari

Elvar Geir Magnússon skrifar

Gerd Kanter frá Eistlandi varð í dag Ólympíumeistari í kringlukasti karla. Þjálfari hans er Vésteinn Hafsteinsson sem er því fyrsti Íslendingurinn sem þjálfar Ólympíumeistara.

Kanter, sem vann heimsmeistaratitilinn í fyrra, kastaði 68,86 metra í dag og tryggði sér Ólympíugull. Piotr Malachovski frá Póllandi tók silfrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×