Enski boltinn

Eriksson segir lítið um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson og Sven-Göran Eriksson, stjórar Manchester United og Manchester City.
Alex Ferguson og Sven-Göran Eriksson, stjórar Manchester United og Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Sven-Göran Eriksson hefur lítið gefið út varðandi framtíð sína en enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann verði rekinn frá Manchester City í lok leiktíðarinnar.

Þá hefur það einnig verið fullyrt að hann eigi í viðræðum um að taka við Benfica í Portúgal. Eriksson sagði að ákvörðun verði tekin um mál hans á þriðjudaginn.

Spurður hvort að leikur hans City gegn Middlesbrough um helgina yrði hans síðasti sem knattspyrnustjóri City sagði hann að það væri vissulega möguleiki.

„Það er svo sem ekkert leyndarmál en við skulum sjá til. Ég veit meira í næstu viku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×