Fótbolti

Benzema semur við Lyon til fimm ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karim Benzema fagnar marki með Lyon í vetur.
Karim Benzema fagnar marki með Lyon í vetur. Nordic Photos / AFP
Sóknarmaðurinn Karim Benzema hefur framlengt samning sinn við Lyon í Frakklandi til ársins 2013.

Benzema er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar með sautján mörk og hefur hann vakið mikla athygli margra stórliða í Evrópu í vetur.

Hann hefur helst verið orðaður við Manchester United en forseti Lyon, Jean-Michal Aulas, hefur sagt að hann vilji halda Benzema hjá félaginu fram yfir heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku árið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×