Innlent

Íslenska kokkalandsliðið slær í gegn á Ólympíuleikum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrefna Rós Jóhannsdóttir, liðsmaður í kokkalandsliðinu. Mynd/ Guðjón Steinsson.
Hrefna Rós Jóhannsdóttir, liðsmaður í kokkalandsliðinu. Mynd/ Guðjón Steinsson.

Íslenska kokkalandsliðið hefur unnið til tveggja gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumanna sem fram fara í Erfurt í Þýskalandi þessa dagana.

Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, segir í samtali við Vísi að þetta sé besti árangur sem íslenskt lið hefur náð hingað til. „Þetta er raunar í fyrsta sinn sem gullverðlaun nást," segir Alfreð.

Það eru 32 þjóðir sem keppa á Ólympíuleikunum og Alfreð segir að það ráðist á morgun hvar Ísland lendi í röðinni miðað við heildarstigafjölda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×