Innlent

Forsætisráðherra mun ekki reka seðlabankastjórana

Bankastjórn Seðlabanka íslands
Bankastjórn Seðlabanka íslands

Geir Haarde forsætisráðherra segir ekki rétt að persónugera þann vanda sem kominn er upp í efnahagslífi þjóðarinnar í persónum seðlabankastjóranna þriggja. Hann segist því ekki ætla að reka þá úr starfi. Þetta kom fram viðtali við Geir í Kastljósinu í kvöld. Þá sagðist Geir ekki telja rétt að boða til kosninga vegna ástandsins. 

Geir sagði jafnframt að framkoma Breta gagnvart Íslendingum væri fáránleg, en eins og kunnugt er settu bresk stjórnvöld Landsbankann á lista yfir hryðjuverkahópa, líkt og al Qaida. „Ég efast um að þeir hefðu sett nokkra aðra vestræna þjóð, sem væri stærri og voldugri en við á þennan lista," sagði Geir.

Geir sagði að könnunarviðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stæðu enn yfir en ekki væri búið að taka ákvörðun um að leita aðstoðar frá þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×