Enski boltinn

John Terry í hóp Chelsea í fyrsta sinn á árinu

Nordic Photos / Getty Images

Fyrirliðinn John Terry er í leikmannahópi Chelsea sem mætir Huddersfield á Stamford Bridge í fimmtu umferð enska bikarsins á morgun. Terry hefur ekki spilað með liði sínu síðan hann meiddist í leik gegn Arsenal þann 16. desember.

Þeir Michael Essien, Didier Drogba og Salomon Kalou eru allir komnir inn í hóp Chelsea á ný eftir Afríkukeppnina, en framherjinn Andriy Shevchenko er tæpur vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×