Enski boltinn

Sala Benjani til skoðunar

Nordic Photos / Getty Images

Manchester City tókst ekki að landa framherjanum Benjani frá Portsmouth fyrir lokun félagaskiptagluggans á Englandi í gærkvöld, en þó er ekki loku fyrir það skotið að kaupin nái í gegn.

Harry Redknapp og félagar hjá Portsmouth voru bjartsýnir á að ná að klára söluna og keyptu Jermaine Defoe frá Tottenham í gær til að fylla skarð Benjani.

Forráðamenn Manchester City segja að samningar hafi dregist á langinn af því leikmaðurinn hafi komið of seint til Manchester í samningaviðræðurnar.

Þó útlit hafi verið fyrir að Benjani þyrfti að vera áfram í herbúðum Portsmouth, hefur Sky haldið því fram að enska úrvalsdeildin gæti enn sleppt kaupunum í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×