Enski boltinn

Pöbbaleikmaðurinn kominn í landsliðið

Davies er í láni hjá Villa frá West Brom
Davies er í láni hjá Villa frá West Brom Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Curtis Davies hjá Aston Villa var mjög ósáttur við frammistöðu sína þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu á sínum tíma og líkti sjálfum sér við pöbbaliðsleikmann eftir frammistöðuna.

Hann var því skiljanlega himinlifandi í gær þegar Fabio Capello valdi hann í enska landsliðið í fyrsta skipti á ferlinum. Davies ætlaði ekki að trúa því og hélt að um grikk væri að ræða.

"Ég fékk áfall þegar ég fékk þessar fréttir en síðan hef ég verið himinlifandi. Ég var ekki að hugsa um það að vinna mér sæti í landsliðinu og þegar ég fékk fréttirnar hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Ég þurfti að athuga málið rækilega áður en ég komst að því að þetta væri satt," sagði Davies ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×