Fá ekki að skila útboðslóðum eða atvinnulóðum í borginni 20. nóvember 2008 15:17 MYND/Anton Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. Þá geta þeir sem fengið hafa lóð undir atvinnuhúsnæði ekki heldur skilað þeim nema með sérstakri heimild borgarráðs. Þetta var meðal þeirra skilmála um lóðaskil sem borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Þar var einnig samþykkt að þeim sem úthlutað var íbúðarhúsalóð á föstu verði á árinu 2007 eða 2008 verði áfram heimilt að skila lóðum og fá endurgreiðslu samkvæmt upphaflegum skilmálum, enda séu framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni. „Hafi lóð verið greidd með skuldabréfi til Reykjavíkurborgar heimilar borgarráð lengingu á lánstíma í allt að 8 ár talið frá útgáfudegi skuldabréfs og heimilar jafnframt að leggja gjaldfallnar afborganir og áfallna vexti við höfuðstól. Þá heimilar borgarráð skuldurum að breyta óverðtryggðum lánum í verðtryggð lán ef lagaskilyrði eru uppfyllt, en lán til 5 ára eða lengri tíma skulu verðtryggð. Skuldir samkvæmt skuldabréfi vegna lóðakaupa víki fyrir lánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðs vegna húsbyggingar viðkomandi. Vextir á verðtryggðum skuldabréfum skulu vera 4%. Uppgreiðsla skuldabréfs er heimil án uppgreiðslugjalds," segir í fundargerð borgarráðs. Þá ákvað borgarráð að allir framkvæmdafrestir skyldu framlengdir um tvö ár frá því sem fram hefði komið í úthlutunarskilmálum. Þessar reglur voru samþykktar með fimm atkvæðum í borgarráði en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá Þeir létu bóka að jákvætt væri að greiðsluskilmálar vegna lóðakaupa hefðu breyst til að koma til móts við lóðakaupendur. „Ljóst er hins vegar að afar óheppilegt er að mismunandi reglur gildi um mismunandi lóðir í einu og sama hverfinu. Það sést best á því að nú er staðfest að lóðum sem úthlutað var með föstu verði má skila en lóðum sem úthlutað var með útboðum má ekki skila. Þá er vakin athygli á því að það getur orkað tvímælis að atvinnulóðum megi skila en ekki íbúðalóðum sem úthlutað var með útboði en í hvorugu tilvikinu gera skilmálar ráð fyrir að lóðunum megi skila. Samfylkingin studdi ekki breytingar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á lóðaúthlutunarreglum og situr því hjá við þessa afgreiðslu," segir í bókuninni. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. Þá geta þeir sem fengið hafa lóð undir atvinnuhúsnæði ekki heldur skilað þeim nema með sérstakri heimild borgarráðs. Þetta var meðal þeirra skilmála um lóðaskil sem borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Þar var einnig samþykkt að þeim sem úthlutað var íbúðarhúsalóð á föstu verði á árinu 2007 eða 2008 verði áfram heimilt að skila lóðum og fá endurgreiðslu samkvæmt upphaflegum skilmálum, enda séu framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni. „Hafi lóð verið greidd með skuldabréfi til Reykjavíkurborgar heimilar borgarráð lengingu á lánstíma í allt að 8 ár talið frá útgáfudegi skuldabréfs og heimilar jafnframt að leggja gjaldfallnar afborganir og áfallna vexti við höfuðstól. Þá heimilar borgarráð skuldurum að breyta óverðtryggðum lánum í verðtryggð lán ef lagaskilyrði eru uppfyllt, en lán til 5 ára eða lengri tíma skulu verðtryggð. Skuldir samkvæmt skuldabréfi vegna lóðakaupa víki fyrir lánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðs vegna húsbyggingar viðkomandi. Vextir á verðtryggðum skuldabréfum skulu vera 4%. Uppgreiðsla skuldabréfs er heimil án uppgreiðslugjalds," segir í fundargerð borgarráðs. Þá ákvað borgarráð að allir framkvæmdafrestir skyldu framlengdir um tvö ár frá því sem fram hefði komið í úthlutunarskilmálum. Þessar reglur voru samþykktar með fimm atkvæðum í borgarráði en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá Þeir létu bóka að jákvætt væri að greiðsluskilmálar vegna lóðakaupa hefðu breyst til að koma til móts við lóðakaupendur. „Ljóst er hins vegar að afar óheppilegt er að mismunandi reglur gildi um mismunandi lóðir í einu og sama hverfinu. Það sést best á því að nú er staðfest að lóðum sem úthlutað var með föstu verði má skila en lóðum sem úthlutað var með útboðum má ekki skila. Þá er vakin athygli á því að það getur orkað tvímælis að atvinnulóðum megi skila en ekki íbúðalóðum sem úthlutað var með útboði en í hvorugu tilvikinu gera skilmálar ráð fyrir að lóðunum megi skila. Samfylkingin studdi ekki breytingar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á lóðaúthlutunarreglum og situr því hjá við þessa afgreiðslu," segir í bókuninni.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira