Enski boltinn

Gilberto á leið frá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gilberto í leik með Tottenham.
Gilberto í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Það má vera nokkuð ljóst að Brasilímaðurinn Gilberto er á leið frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham.

Gilberto var í byrjunarliði Tottenham gegn Spartak Moskvu í UEFA-bikarkeppninni í gær. Hann átti sök á einu marki og var svo skipt af velli í hálfleik en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í byrjunarliðinu síðan að Harry Redknapp tók við.

„Hann var bara sáttur við að fara út af," sagði Redknapp eftir leik. „Strákurinn vill ekkert vera hérna. Hann er indælispiltur en sjálfstraustið hjá honum er ekki upp á marga fiska. Ég sé ekki að hann eigi afturkvæmt í liðið."

Spatak var með 2-0 forystu í hálfleik en þeir Luka Modric og Tom Huddlestone skoruðu mörk Tottenham í síðari hálfleik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×