Kevin Davies er leikmaður 34. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2008 11:38 Kevin Davies, leikmaður Bolton, fagnar sigurmarki sínu um helgina. Nordic Photos / Getty Images Kevin Davies, leikmaður Bolton, er leikmaður 34. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði sigurmark Bolton gegn West Ham um helgina. Smelltu hér til að sjá myndband af Kevin Davies, leikmanni 34. umferðar. Þetta var 100. mark Davies á ferlinum en sigur Bolton í leiknum var afar dýrmætur þar sem liðið á í harðri fallbaráttu í deildinni. Bolton er enn í fallsæti en er nú tveimur stigum á eftir Birmingham sem er í sautjánda sæti deildarinnar. Davies skoraði sigurmark leiksins á 47. mínútu en hann lét það ekki fá á sig að hann fór úr lið á fingri og kláraði leikinn. Davies er lykilmaður í liði Bolton og hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu. Hann missir þó af næstu tveimur leikjum Bolton þar sem hann fékk sitt tíunda gula spjald í leiknum á tímabilinu. „Þetta var harður dómur og er ég alveg í molum vegna þessa," sagði Davies. „Ég fór í boltann og var að standa upp þegar hann tók upp gula spjaldið. En nú verður einhver annar að stíga upp og vera hetjan." Hann sagði að nú væru fjórir leikir eftir af tímabilinu og málið væri ekki flóknara en það að fjórir sigrar þýðir að liðið er hólpið. „Við gætum gefist upp en við ætlum að vinna hvern leik sem við förum í. Þetta hefur ekki verið að detta með okkur en ég tel góðan möguleika á því að ná í fleiri stig." Davies er 31 árs gamall og hóf ferill sinn hjá Chesterfield sem komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar árið 1997. Í lok þess tímabils fór hann til Southampton þar sem hann var í rúmt ár og skoraði níu mörk. Eftir það var hann seldur til Blackburn fyrir 7,5 milljónir punda en þar náði hann aldrei að sýna sitt rétta andlit og árið 2000 hélt hann aftur til Southampton í skiptum fyrir hinn norska Egil Östenstad. En hann náði sér ekki á strik aftur hjá sínu gamla félagi á þeim þremur árum sem hann var þar. Hann var um tíma lánaður til Millwall en gekk árið 2003 til liðs við Bolton þar sem hann leikur enn í dag. Davies var kjörin leikmaður ársins hjá félaginu árið 2004 og hefur síðan þá verið lykilmaður í liði félagsins sem fyrr segir. Davies er fyrst og fremst þekktur sem nokkuð grófur leikmaður en enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur brotið oftar af sér en hann á þeim tíma sem hann hefur verið á mála hjá Bolton. Davies er aðeins einn fimm Englendinga sem hafa kostað meira en sjö milljónir punda í stökum félagaskiptum en aldrei náð að spila með enska landsliðinu. Nafn: Kevin Davies Fæddur: 26. mars 1977 í Sheffield í Englandi. Félög: Chesterfield, Southampton, Blackburn, Millwall og Bolton. Númer: 14 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Kevin Davies, leikmaður Bolton, er leikmaður 34. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði sigurmark Bolton gegn West Ham um helgina. Smelltu hér til að sjá myndband af Kevin Davies, leikmanni 34. umferðar. Þetta var 100. mark Davies á ferlinum en sigur Bolton í leiknum var afar dýrmætur þar sem liðið á í harðri fallbaráttu í deildinni. Bolton er enn í fallsæti en er nú tveimur stigum á eftir Birmingham sem er í sautjánda sæti deildarinnar. Davies skoraði sigurmark leiksins á 47. mínútu en hann lét það ekki fá á sig að hann fór úr lið á fingri og kláraði leikinn. Davies er lykilmaður í liði Bolton og hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu. Hann missir þó af næstu tveimur leikjum Bolton þar sem hann fékk sitt tíunda gula spjald í leiknum á tímabilinu. „Þetta var harður dómur og er ég alveg í molum vegna þessa," sagði Davies. „Ég fór í boltann og var að standa upp þegar hann tók upp gula spjaldið. En nú verður einhver annar að stíga upp og vera hetjan." Hann sagði að nú væru fjórir leikir eftir af tímabilinu og málið væri ekki flóknara en það að fjórir sigrar þýðir að liðið er hólpið. „Við gætum gefist upp en við ætlum að vinna hvern leik sem við förum í. Þetta hefur ekki verið að detta með okkur en ég tel góðan möguleika á því að ná í fleiri stig." Davies er 31 árs gamall og hóf ferill sinn hjá Chesterfield sem komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar árið 1997. Í lok þess tímabils fór hann til Southampton þar sem hann var í rúmt ár og skoraði níu mörk. Eftir það var hann seldur til Blackburn fyrir 7,5 milljónir punda en þar náði hann aldrei að sýna sitt rétta andlit og árið 2000 hélt hann aftur til Southampton í skiptum fyrir hinn norska Egil Östenstad. En hann náði sér ekki á strik aftur hjá sínu gamla félagi á þeim þremur árum sem hann var þar. Hann var um tíma lánaður til Millwall en gekk árið 2003 til liðs við Bolton þar sem hann leikur enn í dag. Davies var kjörin leikmaður ársins hjá félaginu árið 2004 og hefur síðan þá verið lykilmaður í liði félagsins sem fyrr segir. Davies er fyrst og fremst þekktur sem nokkuð grófur leikmaður en enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur brotið oftar af sér en hann á þeim tíma sem hann hefur verið á mála hjá Bolton. Davies er aðeins einn fimm Englendinga sem hafa kostað meira en sjö milljónir punda í stökum félagaskiptum en aldrei náð að spila með enska landsliðinu. Nafn: Kevin Davies Fæddur: 26. mars 1977 í Sheffield í Englandi. Félög: Chesterfield, Southampton, Blackburn, Millwall og Bolton. Númer: 14
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti