10 bestu kaupin á Englandi 6. maí 2008 10:50 Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu. Torres kostaði Liverpool væna summu þegar hann var keyptur frá Atletico Madrid í fyrrasumar, en hann hefur staðið fyllilega undir væntingum og hefur skorað grimmt. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 bestu kaupin að mati Sun. 10. Martin Skrtel, Liverpool Varnarmaðurinn sterki átti ekki sérstaka byrjun með liðinu og var ekki sannfærandi í fyrsta leik sínum í sigri á utandeildarliðinu Havant & Waterlooville. Skrtel fékk svo stóra tækifærið þegar Daniel Agger meiddist og hefur staðið sig vel síðan. Hann var keyptur á 7 milljónir punda frá Zenit í Pétursborg í janúar. 9. Wilson Palacios, Wigan Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan tók Hondúrasmanninn Palacios með sér þegar hann fór frá Birmingham á sínum tíma. Miðjumaðurinn hefur slegið í gegn með Wigan í vetur en hann fékk líti að spila þegar hann var sem lánsmaður hjá Birmingham. Hann er nú orðaður við Manchester United. 8. Martin Petrov, Man City Búlgarinn var keyptur á 4,7 milljónir punda frá Atletico Madrid og hafði Sven-Göran Eriksson mikla trú á honum. Petrov stóð að mestu undir væntingum og hefur verið eitraður á kantinum með City, ekki síst á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Hann náði þar að auki að skora fimm mörk fyrir lið sitt. 7. Sulley Muntari, Portsmouth Harry Redknapp hefur verið duglegur að kaupa leikmenn síðan hann tók við Portsmouth og keypti Muntari fyrir 7 milljónir punda. Það reyndust kostakaup ef tekið er mark af frammistöðu miðjumannsins í vetur, en hann hefur auk þess skorað nokkur falleg mörk. Talið er víst að það eigi eftir að reynast Portsmouth erfitt að halda í Muntari og sagt er að Liverpool og Arsenal hafi bæði áhuga á Ganamanninum. 6. Jermain Defoe, Portsmouth Það kom stuðningsmönnum Tottenham á óvart þegar Defoe var seldur til Portsmouth fyrir 7,5 milljónir punda í janúar, ekki síst í ljósi þess að hinn rándýri Darren Bent olli gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu. Defoe var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Portsmouth þegar hann fékk tækifæri á ný og skoraði 8 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum fyrir liðið. 5. Carlos Tevez, Manchester United Cristiano Ronaldo hefur varpað skugga á aðra leikmenn United í vetur, en Tevez hefur átt skínandi byrjun á ferli sínum á Old Trafford. Argentímumaðurinn hefur skorað 19 mörk fyrir United og hefur náð vel saman við Wayne Rooney í framlínunni. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa sér að þessi leikmaður hafi ekki náð að vinna sér sæti í liði West Ham framan af ferlinum á Englandi. 4. Yakubu, Everton Nokkrir urðu hissa þegar Everton ákvað að greiða metfé -11, 25 milljónir punda fyrir Nígeríumanninn, en hann olli ekki vonbrigðum og setti 19 mörk á leiktíðinni sem lýkur um næstu helgi. 3. Anderson, Man Utd Þegar United splæsti um 30 milljónum punda í Anderson og Nani, ætluðu menn þeim síðarnefnda frekar að slá í gegn með liðinu. En það hefur frekar verið Anderson en Nani sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Útlit er fyrir að Anderson fái það hlutverk að taka við af Paul Scholes á miðjunni hjá Sir Alex Ferguson, á meðan Nani virðist enn vera að læra hlutverk sitt af varamannabekknum. 2. Roque Santa Cruz, Blackburn Santa Cruz gekk í raðir Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda sem verður að teljast tombóluverð fyrir mann sem skilar 23 mörkum. Mark Hughes vann í lottóinu þegar hann tók sénsinn á að kaupa Paragvæmanninn frá Bayern, en honum gæti reynst erfitt að halda í hann í framtíðinni ef hann heldur áfram að skora svo grimmt. 1. Fernando Torres, Liverpool Það er ljóst að það dugir engin meðalmennska til að standa undir 26 milljón punda kaupverði, en það hefur Torres svo sannarlega gert í vetur. Kaupin þóttu áhættusöm þar sem Torres hafði enga reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni eftir að hafa alið manninn hjá uppeldisfélagi sínu Atletico Madrid alla sína tíð. Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni í vetur, en Torres hefur heldur betur skilað sínu með 32 mörkum fyrir þá rauðu. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu. Torres kostaði Liverpool væna summu þegar hann var keyptur frá Atletico Madrid í fyrrasumar, en hann hefur staðið fyllilega undir væntingum og hefur skorað grimmt. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 bestu kaupin að mati Sun. 10. Martin Skrtel, Liverpool Varnarmaðurinn sterki átti ekki sérstaka byrjun með liðinu og var ekki sannfærandi í fyrsta leik sínum í sigri á utandeildarliðinu Havant & Waterlooville. Skrtel fékk svo stóra tækifærið þegar Daniel Agger meiddist og hefur staðið sig vel síðan. Hann var keyptur á 7 milljónir punda frá Zenit í Pétursborg í janúar. 9. Wilson Palacios, Wigan Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan tók Hondúrasmanninn Palacios með sér þegar hann fór frá Birmingham á sínum tíma. Miðjumaðurinn hefur slegið í gegn með Wigan í vetur en hann fékk líti að spila þegar hann var sem lánsmaður hjá Birmingham. Hann er nú orðaður við Manchester United. 8. Martin Petrov, Man City Búlgarinn var keyptur á 4,7 milljónir punda frá Atletico Madrid og hafði Sven-Göran Eriksson mikla trú á honum. Petrov stóð að mestu undir væntingum og hefur verið eitraður á kantinum með City, ekki síst á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Hann náði þar að auki að skora fimm mörk fyrir lið sitt. 7. Sulley Muntari, Portsmouth Harry Redknapp hefur verið duglegur að kaupa leikmenn síðan hann tók við Portsmouth og keypti Muntari fyrir 7 milljónir punda. Það reyndust kostakaup ef tekið er mark af frammistöðu miðjumannsins í vetur, en hann hefur auk þess skorað nokkur falleg mörk. Talið er víst að það eigi eftir að reynast Portsmouth erfitt að halda í Muntari og sagt er að Liverpool og Arsenal hafi bæði áhuga á Ganamanninum. 6. Jermain Defoe, Portsmouth Það kom stuðningsmönnum Tottenham á óvart þegar Defoe var seldur til Portsmouth fyrir 7,5 milljónir punda í janúar, ekki síst í ljósi þess að hinn rándýri Darren Bent olli gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu. Defoe var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Portsmouth þegar hann fékk tækifæri á ný og skoraði 8 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum fyrir liðið. 5. Carlos Tevez, Manchester United Cristiano Ronaldo hefur varpað skugga á aðra leikmenn United í vetur, en Tevez hefur átt skínandi byrjun á ferli sínum á Old Trafford. Argentímumaðurinn hefur skorað 19 mörk fyrir United og hefur náð vel saman við Wayne Rooney í framlínunni. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa sér að þessi leikmaður hafi ekki náð að vinna sér sæti í liði West Ham framan af ferlinum á Englandi. 4. Yakubu, Everton Nokkrir urðu hissa þegar Everton ákvað að greiða metfé -11, 25 milljónir punda fyrir Nígeríumanninn, en hann olli ekki vonbrigðum og setti 19 mörk á leiktíðinni sem lýkur um næstu helgi. 3. Anderson, Man Utd Þegar United splæsti um 30 milljónum punda í Anderson og Nani, ætluðu menn þeim síðarnefnda frekar að slá í gegn með liðinu. En það hefur frekar verið Anderson en Nani sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Útlit er fyrir að Anderson fái það hlutverk að taka við af Paul Scholes á miðjunni hjá Sir Alex Ferguson, á meðan Nani virðist enn vera að læra hlutverk sitt af varamannabekknum. 2. Roque Santa Cruz, Blackburn Santa Cruz gekk í raðir Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda sem verður að teljast tombóluverð fyrir mann sem skilar 23 mörkum. Mark Hughes vann í lottóinu þegar hann tók sénsinn á að kaupa Paragvæmanninn frá Bayern, en honum gæti reynst erfitt að halda í hann í framtíðinni ef hann heldur áfram að skora svo grimmt. 1. Fernando Torres, Liverpool Það er ljóst að það dugir engin meðalmennska til að standa undir 26 milljón punda kaupverði, en það hefur Torres svo sannarlega gert í vetur. Kaupin þóttu áhættusöm þar sem Torres hafði enga reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni eftir að hafa alið manninn hjá uppeldisfélagi sínu Atletico Madrid alla sína tíð. Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni í vetur, en Torres hefur heldur betur skilað sínu með 32 mörkum fyrir þá rauðu.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira