Fótbolti

Hermann: Ekkert að gera hjá okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.

Hermann Hreiðarsson var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins. „Við þurftum eiginlega ekkert að verjast í þessum leik. Þeir skora eftir hornspyrnu og svo úr víti en annars er bara ekkert að gera hjá okkur í vörninni," sagði Hermann.

„Við vorum meira með boltann, héldum honum vel og það er ekki oft þannig. Þrátt fyrir að þeir hafi verið að reyna að pressa þá spiluðum við okkur bara út úr því."

„Það var hundfúlt að fá ekkert úr þessum leik í kvöld. Það er stutt á milli í þessu og við áttum meira skilið. Eiður fékk dauðafæri og hefðum vel getað skorað fleiri mörk en þeir fengu eiginlega engin færi," sagði Hermann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×