Enski boltinn

Whelan lætur Benitez heyra það

Benitez hefur verið gangrýndur nokkuð upp á síðkastið
Benitez hefur verið gangrýndur nokkuð upp á síðkastið AFP

Gamla Liverpool hetjan Ronnie Whelan segir að stuðningsmenn Liverpool ættu að hætta að skammast út í eigendur félagsins og einbeita sér frekar að því að gagnrýna knattspyrnustjórann.

Whelan, sem vann sex deildartitla og tvo bikartitla með Liverpool á sínum tíma, segir frammistöðu Liverpool í bikarleikjunum undanfarið hafa verið skelfilega.

"Hvernig er hægt að tapa fyrir Barnsley? Hvað er eiginlega í gangi? Frammistaða liðsins hefur verið afleit og á meðan sumir segja að þetta hafi bara verið óvænt úrslit í bikarkeppninni, vil ég benda á leikina gegn Luton og gegn liði sem er sex deildum fyrir neðan okkur - liði sem enginn hafði heyrt um!"

"Liverpool á enga möguleika á að vinna deildina og ég held að pressan sé orðin gríðarleg á stjórann. Hann er búinn að eyða mjög miklum peningum í leikmenn en flestir þeirra eru bara ekki nógu góðir. Fólk heimtar að við losum okkur við Bandaríkjamennina, en þeir eru búnir að moka peningum í Benitez og það er hann sem setur saman liðið. Öll þessi eyðsla hefur ekki skilað tilætluðum árangri og liðið er frekar komið lengra á eftir toppliðunum," sagði Whelan og bætti við - "Ég held að fólk ætti að fara að skoða það hver er að kaupa leikmennina og stilla upp liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×