Enski boltinn

Ashton úr leik í minnst tvo mánuði

NordicPhotos/GettyImages

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist óttast að framherjinn Dean Ashton geti ekki spilað með liðinu á ný fyrr en líður að vori. Hann á við þrálát ökklameiðsli að stríða.

West Ham hefur aðeins náð að skora 5 mörk í síðustu 12 leikjum sínum og situr í 17. sæti úrvalsdeildarinnar - stigi fyrir ofan fallsvæðiðið.

Ashton er líklega sterkasti framherji liðsins en hann hefur verið frá síðan í september eftir uppskurð. Hann hefur reyndar ekki losnað við þrálát meiðsli síðan hann ökklabrotnaði árið 2006.

"Ég á ekki von á að fá hann til baka í janúar eða febrúar, en ég vona að hann komi sem fyrst. Ég veit ekki hvort við sjáum hann aftur í mars, apríl, eða febrúar - það veltur á því hvernig hann nær sér," sagði Zola knattspyrnustjóri.

"Hann er búinn að fara í aðgerð vegna vandræða með brjósk í ökklanum. Það er slæmt fyrir okkur því hann er líklega besti maður liðsins í að klára færi. Nú getum við ekki metið stöðuna á honum fyrr en eftir minnst tvo mánuði," sagði Zola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×