Enski boltinn

Hver er þessi Kevin Keegan?

NordcPhotos/GettyImages

Endurkoma Kevin Keegan setti allt á annan endan í Newcastle þegar hann var tilkynntur sem eftirmaður Sam Allardyce í janúar. Einn var sá maður sem skildi ekkert í fjaðrafokinu. Það var framherjinn Obafemi Martins.

"Ef ég á að vera hreinskilinn, þá vissi ég ekkert hver þessi maður var," sagði Martins í samtali við Sun. "Það var ekki fyrr en ég kynnti mér málið sem ég fattaði um hvað lætin snerust. Það var Geremi sem sagði mér hver Keegan var - að hann hefði verið frábær leikmaður og gert fína hluti sem stjóri Newcastle," sagði Martins, sem hefur sagt að hann ætli að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið á næstu tveimur vikum.

"Mér líður mjög vel hérna og vil vera hérna áfram. Ég vona að ég nái að skrifa undir á næstu tveimur vikum eða svo. Ég elska stuðningsmennina og þeir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×