Enski boltinn

Keegan verður enn að bíða eftir fyrsta sigrinum

Robert Huth og félagar fagna jöfnunarmarkinu
Robert Huth og félagar fagna jöfnunarmarkinu Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur sem stjóri Newcastle í dag þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við granna sína í Middlesbrough. Michael Owen kom Newcastle yfir í leiknum, en Robert Huth jafnaði í lokin fyrir Boro.

Newcastle byrjaði betur og reyndar var mark sem virtist fullkomlega löglegt dæmt af Michael Owen í fyrri hálfleiknum. Hann braut síðar ísinn með laglegum skalla eftir klukkutíma leik, en varnarmaðurinn Huth kom í veg fyrir fyrsta sigur Newcastle undir stjórn Keegan með liðinu.

Boro-menn fengu líka sín færi í leiknum þar sem Stewart Downing átti skot í stöng og mark sem kom upp úr því var dæmt af vegna rangstöðu. Boro hefur ekki tapað í sex leikjum í röð í öllum keppnum og var þetta fjórða jafntefli grannaliðanna í röð í innbyrðisviðureignum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×