Enski boltinn

18 milljónir á viku fyrir Ronaldo?

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo hefur leikið manna best í ensku úrvalsdeildinni í vetur og forráðamenn Manchester United eru fyrir vikið að bjóða honum nýjan samning sem færir honum tæpar 18 milljónir króna í vikulaun. Þetta segir í breska blaðinu News of the World í dag.

Portúgalinn samdi við United út leiktíðina 2012 á síðasta ári en orðrómur um áhuga stórliða í Evrópu hefur orðið til þess að forráðamenn United vilja nú tryggja sér þjónustu hans enn frekar með nýjum samningi.

Ef af þessu yrði myndi það þýða að Ronaldo yrði launahæsti leikmaður á Bretlandseyjum og samningurinn myndi færa honum eina 5,6 milljarða króna í vasann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×