Enski boltinn

Barton í byrjunarliði Newcastle

Barton á að hjálpa Keegan að ná í sinn fyrsta sigur með Newcastle
Barton á að hjálpa Keegan að ná í sinn fyrsta sigur með Newcastle Nordic Photos / Getty Images

Vandræðagemlingurinn Joey Barton er í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn á þessu ári í dag þegar Newcastle mætir Middlesbrough í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2 og hefst klukkan 13:30.

Hér er um að ræða grannaslag og hefur Newcastle ekki tapað heima fyrir Boro í síðustu sex leikjum, þó síðustu þrír hafi reyndar endað með jafntefli. Síðasti sigur Boro í Newcastle kom árið 2001 í leik þar sem króatíska markamaskínan Alen Boksic skoraði bæði mörk Boro. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×