Enski boltinn

Agbonlahor slapp við niðurskurðinn

Nordic Photos / Getty Images

Nýliðinn Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa var einn þeirra sem sluppu við niðurskurðinn hjá Fabio Capello í gærkvöld þegar hann skar landsliðshóp sinn niður um sjö leikmenn fyrir leik Englendinga og Svisslendinga í næstu viku.

Capello valdi 30 manna hóp sinn á fimmtudaginn en eftir leiki helgarinnar eru þeir orðnir 23 talsins. Agbonlahor heldur sæti sínu í hópnum eftir að Emile Heskey datt út úr myndinni vegna meiðsla í gær.

Miðvörðurinn Ledley King hjá Tottenham hefur einnig misst sæti sitt í hópnum en hann er meiddur eins og svo oft áður. Stewart Downing hjá Middlesbrough og Michael Carrick fá ekki sæti í 23 manna hópnum og sömu sögu var að segja af Curtis Davies, Glenn Johnson og Nicky Shorey.

Fyrrum fastamennirnir David Beckham og Paul Robinson komust ekki einu sinni í 30 manna hóp landsliðsþjálfarans fyrir helgi.

"Ég mun halda áfram að fylgjast náið með frammistöðu allra leikmanna fram að fyrstu leikjum okkar í undankeppni HM," sagði Capello og bætti við að hann væri ekki búinn að útiloka einn eða neinn þrátt fyrir niðurskurðinn nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×