Enski boltinn

Wenger kjörinn þjálfari ársins í Frakklandi

NordicPhotos/GettyImages

Tímaritið France Football hefur útnefnt Arsene Wenger stjóra Arsenal þjálfara ársins í Frakklandi. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta skipti sem Wenger hlýtur þessa nafnbót.

"Þetta kemur mér mjög á óvart. Síðasta ár var sveiflukennt en ég er mjög upp með mér að hafa hlotið þennan heiður," sagði Wenger við tilefnið.

Laurent Blanc, þjálfari Bordeaux og Fréderic Antonetti þjálfari Nice voru í öðru og þriðja sæti í kjörinu að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×