Enski boltinn

Sunderland samdi við Sbragia

AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Sunderland hafa gengið frá ráðningu Ricky Sbragia í fullt starf sem knattspyrnustjóri næstu 18 mánuðina.

Sbragia tók við liðinu þegar Roy Keane hætti í byrjun desember og hefur komið liðinu úr bráðri fallhættu með því að krækja í sjö stig af níu mögulegum síðan.

Sbragia þjálfaði áður hjá Manchester United og Bolton og fær nú tækifæri til að sanna sig sem knattspyrnustjóri.

"Þetta er frábært tækifæri að fá að stýra liði eins og Sunderland og ég hlakka til þeirrar áskorunar. Mín helsta stefna er að halda liðinu í deildinni og koma á stöðugleika. Ég hef verið mjög ánægður með þá svörun sem ég hef fengið frá leikmönnum og stuðningsmönnum fram að þessu," sagði stjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×