Innlent

Drengurinn ekki lengur á gjörgæsludeild

Drengurinn sem hlaut alvarlegustu áverkana í gassprengingu sem varð í vinnuskúr í Reykjavík í vikunni var útskrifaður af gjörgæsludeild í gærkvöldi.

Drengurinn brenndist illa á báðum höndum og mun að öllum líkindum gangast undir flókna aðgerð eftir helgi. Hann liggur nú á sömu deild og litla systir hans sem einnig slasaðist í sprengingunni.

Fjögur ungmenni til viðbótar hlutu áverka í sprengingunni en í dag fengust þær upplýsingar á Landspítalanum að líðan þeirra væri góð eftir atvikum.








Tengdar fréttir

Sex ungmenni flutt á slysadeild með brunasár

Sex ungmenni voru fyrir stundu flutt á slysadeild með brunasár eftir að eldur kviknaði að öllum líkindum út frá gasi í litlum skúr í Grundagerði í Reykjavík í kvöld.

Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga

Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku.

Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk.

Skýrslur teknar af ungmennum - Fimm af gjörgæsludeild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við nokkur þeirra ungmenna sem slösuðust illa í gassprengingunni í vinnuskúr í Grundargerði í gærkvöldi og tekið af þeim skýrslu. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögreglan hafi rætt við þá sem hafi treyst sér til þess í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×