Enski boltinn

Ronaldo fær 20 milljónir á viku

Cristiano Ronaldo verður best launaði leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Cristiano Ronaldo verður best launaði leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo mun á næstu vikum skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem færir honum tæplega 20 milljónir í vikulaun. Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Breska götublaðið The Sun greinir frá þessu í morgun og hefur eftir heimildarmanni innan Manchester United að þetta hafi verið auðveld ákvörðun fyrir félagið þar sem Ronaldo sé án nokkurs vafa besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir.

Ronaldo fékk áður um 13 milljónir á viku sem er tæplega einni og hálfri milljón minna en félagi hans hjá United, Wayne Rooney, fær.

Þessar fréttir hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Real Madrid, Barcelona og Internazionale sem höfðu öll ætlað að gera hosur sínar grænar fyrir Ronaldo í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×