Enski boltinn

Tveir leikmenn City til Taílands til að styðja Shinawatra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thaksin Shinawatra í stúkunni með Eggerti Magnússyni, fyrrum eiganda West Ham.
Thaksin Shinawatra í stúkunni með Eggerti Magnússyni, fyrrum eiganda West Ham.

Bjartsýni ríkir hjá Manchester City um framtíð félagsins þó eigandi þess, Thaksin Shinawatra, gæti lent í fangelsi. Shinawatra er fyrrum forsætisráðherra Taílands en var steypt af stóli vegna spillingar 2006.

Shinawatra er mættur til Taílands þar sem hann mun mæta fyrir dóm. Hann eignaðist Manchester City síðasta sumar.

Tveir leikmenn City fóru einnig til Taílands og munu þeir heimsækja æfingar hjá ungmennaliðum í landinu. Það eru markvörðurinn Kasper Schmeichel og miðjumaðurinn Kelvin Etuhu.

„Við erum mættir hingað til að sýna stjórnarformanni okkar stuðning. Honum þykir vænt um félagið og gerir allt til að það stækki. Við bíðum og sjáum hvað gerist í hans málum," sagði Schmeiche.

Stjórnarmenn Manchester City segjast bjartsýnir á að Shinawatra sleppi vel úr dómnum og þetta muni ekki hafa áhrif á félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×