Enski boltinn

Óstundvísi kom Miller á sölulista

Roy Keane líður ekki agabrot
Roy Keane líður ekki agabrot Nordic Photos / Getty Images

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur upplýst að það hafi verið vegna óstundvísi sem hann ákvað að setja landa sinn Liam Miller á sölulista hjá félaginu.

"Vandamálið er tímaskynið hjá Liam. Hann er góður drengur og fínn fótboltamaður og ég kann vel við hann, en hann gat ekki mætt tímanlega. Ef leikmaður kemur einu sinni eða tvisvar seint - gott og vel. Ef leikmaður kemur þrisvar og fjórum sinnum og seint - kannski gott og vel. En þegar maður er farinn að koma fimm, sex og sjö sinnum of seint, verður maður að draga mörkin. Það er alveg sama hvar þú ert, þú verður að mæta tímanlega," sagði Roy Keane.

Miller gekk í raðir Sunderland frá Manchester United árið 2006 eftir að hafa verið lánsmaður hjá Leeds. Hann á að baki 23 leiki fyrir Sunderland í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×