Enski boltinn

Nýtt samningastríð í uppsiglingu hjá Ferdinand?

Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður varnarmannsins Rio Ferdinand hjá Manchester United segir ð viðræður um framlengingu á samningi leikmannsins hefjist fljótlega.

Samningur Ferdinand rennur út árið 2009 og er hann einn hæstlaunaðasti varnarmaður á Englandi og forráðamenn United vilja eflaust reyna að forðast að lenda í sömu krísu og þegar hann undirritaði núverandi samning sinn árið 2005, þegar viðræðurnar drógust á langinn og ollu hálfgerðum illindum.

Stuðningsmenn United bauluðu þá á Ferdinand í æfingaleik því þeim fannst leikmaðurinn ekki sýna félaginu hollustu eftir að það hafði stutt við bakið á honum þegar hann var dæmdur í leikbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×