Gillian Anderson, 40 ára, mætti kasólétt á frumsýningu kvikmyndarinnar The X-Files: I Want to Believe, í Bandaríkjunum.
Hún á von á sínu öðru barni með kærastanum Mark Griffiths en þau eiga fyrir einn son, Oscar, sem fæddist í október árið 2006. Leikkonan á 13 ára gamla dóttur frá fyrra hjónabandi.

Mikil leynd hefur hvílt yfir söguþræði myndarinnar sem gerist sex árum eftir að atburðir sjóvarpsþáttanna áttu sér stað en sagan er sjálfstæð og tengist ekki flókinni fortíð þáttanna.
Myndir af aðalleikurunum í innilegum faðmlögum á tökustað birtust á netinu og kveiktu kjaftasögur um að Mulder og Scully hefðu loksins náð saman. Síðar viðkenndu þau að þetta hefði verið sviðsett grín.