Enski boltinn

Zico orðaður við Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tekur Zico við Chelsea? Hér er hann að stýra Fenerbahce gegn Chelsea í vetur.
Tekur Zico við Chelsea? Hér er hann að stýra Fenerbahce gegn Chelsea í vetur.

Brasilíumaðurinn Zico er orðaður við stöðu knattspyrnustjóra Chelsea. Þessi brasilíska goðsögn er hætt hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce. Zico var orðaður við Manchester City en Mark Hughes tók við City í síðustu viku.

Auk Zico eru Carlo Ancelotti, Guus Hiddink, Luiz Felipe Scolari og Luciano Spalletti orðaðir við Chelsea. Zico tók við þjálfun Fenerbahce í júlí 2006.

Þá er það að frétta úr herbúðum Chelsea að varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur gefið það út að hann vilji gjarnan leika aftur undir stjórn Jose Mourinho. Framtíð Carvalho er því í nokkurri óvissu en Mourinho tók fyrir skömmu við Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×