Enski boltinn

Van der Vart er heitur fyrir Chelsea

NordcPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vart hjá þýska liðinu Hamburg hefur látið í það skína að hann vilji fara frá félaginu. Hann segist ekkert hafa á móti því að fara til Chelsea.

Landsliðsmaðurinn var nálægt því að fara til Valencia síaðsta sumar en ekkert varð úr því. Sagt er að Chelsea hafi lengi haft augastað á leikmanninum, en hann vill fara að skipta um félag.

"Ég hefði viljað að framtíð mín hefði ráðist fyrr, það þýðir ekki að taka ákvörðun um það í júlí. Hvað verður ef lið eins og Chelsea býður 30 milljónir evra í mig? Ég væri til í að skipta um félag, þó það yrði á lokadegi félagaskiptagluggans. Hamburg bauð mér fínan samning í fyrra en ég afþakkaði því mig langar að skipta um félag - þar sem ég get keppt um titla," sagði Hollendingurinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×