Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð 18. nóvember 2008 12:14 Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira