Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð 18. nóvember 2008 12:14 Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira