Enski boltinn

Hutton ekki gjaldgengur í Evrópu

Nordic Photos / Getty Images

Skoski bakvörðurinn Alan Hutton sem Tottenham keypti frá Rangers á dögunum verður ekki gjaldgengur með liðinu í Evrópukeppni félagsliða í vetur.

Talið var að Hutton mætti spila með Tottenham í Uefa keppninni þar sem hann hafði aðeins spilað með Rangers í Meistaradeildinni. Skoska liðið er reyndar komð í Uefa keppnina núna eftir að hafa lent í þriðja sæti í riðli sínum í Meistaradeildinni en það þýðir að mati Knattspyrnusambands Evrópu að leikmaðurinn megi ekki spila með Tottenham í Uefa keppninni.

Tottenham leikur næst við Slavia Prag á útivelli í Uefa kappninni þann 14. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×