Enski boltinn

Gilberto sér enga framtíð hjá Arsenal

AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto segist ekki eiga von á að spila hjá Arsenal í framtíðinni, en hann hefur lítið fengið að spila með liðinu í vetur.

Gilberto hefur aðeins fimm sinnum verið í byrjunarliði Arsenal í deildarkeppninni og hefur séð á eftir sæti sínu til þeirra Fabregas og Flamini.

"Í augnablikinu sé ég ekki að ég eigi framtíð hjá félaginu," sagði Gilberto í samtali við Guardian. "Við sjáum hvað setur á næstu mánuðum. Ég mun setjast niður með Arsene og ræða stöðu mála en ég held að það myndi gera út af við mig að eiga aðra leiktíð eins og þessa," sagði Brasilíumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×