Enski boltinn

Gagnrýnandi Keane hættur hjá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clive Clarke í leik með Sunderland í júlí síðastliðnum.
Clive Clarke í leik með Sunderland í júlí síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Clive Clarke hefur verið leystur undan samningi sínum við Sunderland en hann gagnrýndi Roy Keane harkalega fyrir skömmu.

Clarke hné niður í hálfleik í leik gegn Notthingham Forest í ágúst síðastliðnum er hann var lánsmaður hjá Leicester.

Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hjartagangráður var græddur í hann.

Í yfirlýsingu á heimasíðu Sunderland segir að samningnum hefði verið rift í kjölfar samkomulags aðilanna í ljósi heilsufarsástands hans.

Clarke gagnrýndi Keane harkalega í síðasta mánuði fyrir stjórnunarstíl sinn hjá Sunderland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×