Enski boltinn

Leikmaður Sunderland lætur Keane heyra það

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland.
Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Clive Clarke hefur ekki mikið álit á knattspyrnustjóra sínum hjá Sunderland, Roy Keane.

Hann sagði í samtali við írskt dagblað um helgina að Keane neitaði að ræða við leikmenn sína.

Clarke hefur undanfarið verið að jafna sig á hjartabilun sem hann varð fyrir er hann lék sem lánsmaður hjá Leicester í ágúst síðastliðnum.

„Ég talaði við hann nokkrum sinnum og hann hringdi svo í mig þegar þetta gerðist, sem var almennilegt af honum," sagði Clarke. „En við erum engir vinir og því í sjálfu sér engin ástæða til að tala saman."

Hann segist þó tala við hann oftar en aðrir leikmenn í liðinu sem eru á æfingum á hverjum degi. „Hann gengur um sparkandi í stóla og kastandi hlutum. Hann mun aldrei veita leikmönnum sjálfstraust þar sem hann talar ekki við þá."

„Ef leikmenn Manchester United, sem eru margir meðal þeirra bestu í heiminum, þóttu ekki standast hans kröfur verður það erfitt fyrir leikmenn Sunderland."

Sunderland er sem stendur í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er hörð fallbarátta framundan. Keane kom liðinu upp úr fyrstu deildinni í fyrra en þetta er hans fyrsta ár sem knattspyrnustjóri í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×