Enski boltinn

Hefðum unnið bikarinn undir stjórn Jol

Kaboul hefur ekki miklar mætur á Juande Ramos
Kaboul hefur ekki miklar mætur á Juande Ramos NordcPhotos/GettyImages

Franski varnarmaðurinn Younes Kaboul virðist ekki hafa miklar mætur á þjálfara sínum Juande Ramos hjá Tottenham ef marka má ummæli hans í dag.

Kaboul var keyptur til Tottenham fyrir leiktíðina og fékk að spila nokkuð undir stjórn Martin Jol, en gerði mörg slæm mistök og var settur út úr liðinu. Hann hefur lítið komið við sögu undir stjórn Juande Ramos.

"Fólk segir að Juande Ramos hafi bjargað tímabilinu af því við unnum bikarinn undir hans stjórn, en við hefðum líka unnið hann undir stjórn Martin Jol. Martin var litríkur persónuleiki og föðurleg ímynd fyrir leikmenn, en hjá Ramos snýst allt um taktík og hann hefur ekkert samband við okkur. Æfingarnar hans eru allt öðruvísi. Ég ber virðingu fyrir honum af því ég er atvinnumaður - en ég hef ekki fengið tækifæri til að sýna hvað í mér býr undir hans stjórn," sagði varnarmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×