Fótbolti

Zidane sér eftir skallanum fræga

AFP

Zinedine Zidane hefur enn ekki beðið Marco Materazzi afsökunar á því að hafa skallað hann í úrslitaleik HM árið 2006. Hann segist þó sjá mikið eftir atvikinu í bók sem skrifuð var um hann og kemur út í næstu viku.

Úrslitaleikur HM 2006 milli Frakka og Ítala var síðasti leikur Zidane á ferlinum en þessi stórkostlegi knattspyrnumaður hefði eflaust kosið að kveðja á annan hátt en að fá rautt spjald og tapa úrslitaleik HM.

Í bókinni talar Zidane um að frændi hans í Alsír hafi hrósað sér fyrir að skalla Materazzi, en til hans skrifaði miðjumaðurinn: "Ekki segja að það hafi verið vel gert hjá mér að skalla Materazzi. Þetta var ekki vel gert og ég sé eftir þessu," skrifar Zidane í bókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×