Enski boltinn

Wenger hefur augastað á Kranjcar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nico Kranjcar, leikmaður Portsmouth.
Nico Kranjcar, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Zlatko Kranjcar, fyrrum landsliðsþjálfari Króata og faðir Nico Kranjcar hjá Portsmouth, segir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé mikill aðdáandi sonar síns.

Nánast öruggt er talið að Mathieu Flamini sé á leið frá Arsenal og þá er einnig framtíð Alexander Hleb í vafa. Wenger hefur því sjálfsagt hug á að styrkja miðjuna sína og þar gæti Kranjcar yngri komið til sögunnar.

„Arsenal spilar skapandi fótbolta og Wenger sér þann eiginleika í Nico. Það væri eðlilegast að hann kæmi í staðinn fyrir Hleb."

Zlatko segir að Wenger hafi fylgst með Nico frá unga aldri, allt frá því að hann lék í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×