Lífið

Skjöldur stækkar við sig

Skjöldur Eyfjörð stendur í stórræðum og stækkar hár- og tískuhúsið 101 Skjöldur.
Skjöldur Eyfjörð stendur í stórræðum og stækkar hár- og tískuhúsið 101 Skjöldur.

"Það er aldeilis nóg að gerast," svarar Skjöldur Eyfjörð stílisti, hárgreiðslumaður og eigandi hár- og tískuhússins 101 Skjöldur í Pósthússtræti þegar Vísir hefur samband við  manninn sem sá um útlit Silvíu Nætur þegar hún var og hét.

"Við erum að opna snyrtistofu hér í sama húsnæði og fatabúðin og hárgreiðslustofan með öllu tilheyrandi eins og húðflúr, andlitsbað, nudd, naglaásetning, förðun, plokkun og litun og svo framvegis."

„Það verður haldið brjálað kokkteilpartí af því tilefni en ég ætla að slá opnuninni saman við 30 ára afmælið mitt. Húsnæðið er 160 fermetrar og ætti því að rýma fullt af fólki."

„Það er svo gaman að hafa svona fjölbreytta þjónustu á einum stað. Það er til dæmis mikið um að konur eru að þeytast um allan bæ á brúðkaupsdaginn og mæta móðar og másandi í sitt eigið brúðkaup sem er alveg glatað. Við sjáum um allt hérna."
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.